Leita í fréttum mbl.is

Skrambi talar hann góða íslensku

Hann hlýtur að hafa lagt stund á íslenzku í mörg ár.Allt, sem blaðakonan hefur eftir honum orðrétt, það er að segja  innan gæsalappa, er á mjög góðu máli. Maðurinn talar eins og hann sé uppalinn á Íslandi.

En þetta er ekkert einsdæmi. Um daginn var slæmur jarðskjálfti í Ekvador. Gömul kona, sem menn héldu að væri infædd, bjargaðist úr rústum. Kom þá í ljós að hún var íslenzk, ef dæma má eftir frétt um þetta í mbl.is. Gamla konan var nefnilega ekki fyrr komin undir bert loft en að hún fór að lofa guð fyrir björgunina og talaði þá hreina íslenzku, allt inan gæsalappa .

Það þarf að kenna fréttariturum mbl.is að gæsalappir tákna að orðrétt sé eftir haft.Allt annað er endursagt og á ekki að vera innan gæsalappa.

 


mbl.is Reykjavík verður full af tómum hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hin íslenzka" segir í fréttinni.

Skelfiing er að hugsa til þess að þessir krakkar, sem leysa af í sumarfríum á netmogga skuli ekki fá neinar leiðbeiningar um málfar. "Hin íslenzka" er danska. Íslenzkur greinir er ætíð áfestur nafnorðinu.

Þetta er svo einfalt mál að það ætti ekki að þurfa að minna íslenzkumælandi einstakling á þetta.

Það bregst varla að enski greinirinn "the" er Geirsbókarþýddur sem hinn eða hin. Þetta ríður húsum hjá netmogga  þannig að krakkaskinnin fara að halda að þetta sé gott mál.

Skora ég á ritstjórann að kalla saman fund og banna lausan greini í eitt skipti fyrir öll 


mbl.is Mikil sorg í Dallas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Stage til hliðar"

Skelfing er að sjá svona nýbúa þýðingu, beint æur orðabók. Maðurinn sagði af sér og hananæu.

 


mbl.is Cameron mun segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn, Hinn, Hinn

Hverbig stendur á því að fréttaritarar mbl.is geta ekki lært að danskur greinir á ekki að sjást í íslenzku?. Þessi grein byrjar á dönskum greini "hinn 87 ára....". 

Hefur þetta lið enga málkennd? Það ætti að vera regla að ritari fréttar setji upphafsstafi sína undir fréttir.


mbl.is Handverk sem fáir kunna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafngiftin mikil mistök.

Skelfing er það misráðið hjá eigendum nýja dráttarbátsins að kalla hann "Togarann". Líklega á þetta að vera fyndið. Ein algengustu skip flotans eru togarar og ekki ólíklegt að einhverntíma muni togari þurfa á aðstoð að halda. Verður þá erfitt að fylgjast með fréttum þegar þulurinn segir að Togarinn hafi farið togaranum til aðstoðar. Svo illa hafi viljað til að Togarann tók niðri og endaði þetta með því að togarinn tók Togarann í tog og togaði hann til hafnar.

Þessi nafngift hljómar eins og þegar strákar eru að velja nafn á bandið og láta flöskuna ganga á meðan. Fyndið nafn en illa valið. Hefði verið nær að leita hjálpar vel lesins manns, sem  hefði getað fundið nafn einhvers sterks þurs í fornum sögum."Grettir" hefði verið gott nafn, hann var manna sterkastur.


mbl.is Togarinn á leið til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...var líkami í bátnum.

í frás0gn af rannsókn á maraþon sprengingunni í Boston í fyrra er haft eftir vitni

að "líkami" hafi verið í bát. Hér hefur fréttabarnið slegið upp í Geirsbók og séð að

"body" getur þýtt bæði lík og líkami. Auðvitað átti að þýða þetta sem "lík, þetta var dauður maður.

Að mínum dómi ætti aldrei að setja þýðingu úr erlendu máli í gæsalappir.

Gæsalappir tánka að hér sé haft orðrétt eftir mælanda en þýðing getur aldrei verið orðrétt.

Um daginn var jarðskjálfti í Ekvador.Mbl.is birti frétt um þetta. Var sagt frá aldraði konu

sem var bjargað úr rústum. Blessuð konan var svo þakklát að hún ávarpaði björgunarmennina á góðri íslenzku eða svo mátti halda. orð hennar voru á íslenzku og í gæsalöppum.

 


mbl.is „Það er líkami í bátnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú enskan búin að taka völdinÞ

Á ensku segi maður "last night" þegar átt er við í nótt, eða í nott er leið. "Síðustu nótt" myndi ég nota um síðustu nótt í röð nátta.

Svo þetta með bílinn, hann var "tjónaður" Er þetta nýyrði? Þýðir þetta að valda tjóni?

 


mbl.is Skemmdur og fullur af þýfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hola myndaðist í þaki"

Spurning er, kom gat á þakið? "Hole" í ensku þýðir gat en hola á íslenzku er dæld.

Má kannske búast við að talað verði um götótta vegi?


mbl.is Flugvél hrapaði á húsþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið á bílunum er rangstafað.

Þessi frétt er merkileg. Hún fjallar um heimsfræga tegund bíla en nafn bílanna er vitlaust skrifað. Tegundin heitir DeLoeran en ekki Delorean.

Bílarnir eru kallaðir "kaggar", sem ég hef alltaf haldið að væri bara notað um tröllslega trukka ætlaða til björgunarstarfa.

Svo má benda á að byggingin í myndinni heitir Alþingishús en ekki alþingishús.

Ég hnaut líka um "þaðan sem" í lok fréttarinnar. Er þetta orðalag rétt? Finnat að það ætti að vera "en þaðan verður..."

Nóg í bili.


mbl.is Aka um Ísland á Delorean-köggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt orðalag.

Það er undarlegt orðalag í þessarri frétt. "Öllu sjaldgæfara" merkir , að mínu mati, að fæðingar á fæðingardeild séu sjaldgæfar fyrst þetta er "öllu sjaldgæfara".

Seinna segir "þó voru foleldrarnir"  á leið á spítalann.

Þetta merkir að foreldrum sé bannað að fara þangað en þetta fólk hafi brotið það bann.

Ég segi bara "ja,hérna"


mbl.is Fékk fæðingaraðstoð úti á stétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband