Leita í fréttum mbl.is

Skrambi talar hann góða íslensku

Hann hlýtur að hafa lagt stund á íslenzku í mörg ár.Allt, sem blaðakonan hefur eftir honum orðrétt, það er að segja  innan gæsalappa, er á mjög góðu máli. Maðurinn talar eins og hann sé uppalinn á Íslandi.

En þetta er ekkert einsdæmi. Um daginn var slæmur jarðskjálfti í Ekvador. Gömul kona, sem menn héldu að væri infædd, bjargaðist úr rústum. Kom þá í ljós að hún var íslenzk, ef dæma má eftir frétt um þetta í mbl.is. Gamla konan var nefnilega ekki fyrr komin undir bert loft en að hún fór að lofa guð fyrir björgunina og talaði þá hreina íslenzku, allt inan gæsalappa .

Það þarf að kenna fréttariturum mbl.is að gæsalappir tákna að orðrétt sé eftir haft.Allt annað er endursagt og á ekki að vera innan gæsalappa.

 


mbl.is Reykjavík verður full af tómum hótelum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski hægt sé að innleiða einhvers konar þýddar gæsalappir.

Annars heitir landið Ecuador, en ekki Ekvador, enda er ekkert v-hljóð í nafni landsins.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 13:17

2 Smámynd: Már Elíson

Pétur, - Leggur þú Geir í einelti eða fæð á skrif hans um lélega íslensku ? - Skilur þú ekki þessi ágætu blog hans ? - Vertu besserwisser með sjálfum þér.

Ég er ánægður með aðfinnslur Geirs, enda fer þar greinilega ágætur íslenskumaður sem er naskur á rit,-mál,-og talvillur ungra íslendinga sem virðast sleppa í gegnum hriplek og óvöktuð málfræðinet sorpblaðanna á Íslandi.

Már Elíson, 10.7.2016 kl. 14:06

3 identicon

Hvaða læti eru í þér, Már? Einelti? Fæð? Skilurðu ekki að ég er sammála Geir? Veiztu ekki að ég legg mikla rækt sjálfur á að skrifa góða íslenzku.

En það breytir því ekki, að það er þreytandi að sjá hvernig sumir afbaka nöfn erlendra ríkja. Það er hégómlegt og þjónar ekki hagsmunum íslenzks máls.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 16:04

4 Smámynd: Már Elíson

Pétur, - Ég var bara að lesa önnur blog og sé hvernig þú kemur sífellt inn í þau á ákveðinn hátt. - Hinsvegar er ég sammála þér að Björgvin, Stafangur, Óðinsvé o.fl. o.fl. er ljótt, asnalegt og ekki til fyrirmyndar hjá fjölmiðlum, og hefur einning alltaf farið í taugarnar á mér. -  P.S. Búið af afleggja setuna (z). Nema að þú sért gamall og sjálfstæðismaður. Þá er það skiljanlegt og fyrirgefið.

Már Elíson, 10.7.2016 kl. 17:21

5 identicon

Zetan var lögð af á kolröngum forsendum af heimskum og duglausum menntamálaráðherrum og að mér forspurðum. Ég get rætt um þessar kolröngu forsendur og ósamræmið í því sambandi dögum saman ef þú vilt. Ég er til í slaginn, enda hugsa ég um íslenzkt málfar á hverjum einasta degi, án þess að hegða mér eins og málfræðilögga á blogginu. Ef ég gerði það, þá væri ég ekki að gera annað. Þú getur ekki ímyndað þér hvað margir bloggarar hafa t.d. ekki hugmynd um hvar setja eigi y og hvar ekki. Jafnvel rammíslenzkir og velmenntaðir menn.

Það eru fleiri hundruð Íslendingar, flestir á miðjum aldri og yfir, sem skrifa ennþá rétt mál, þ.e. með z, þar sem z á að vera. Það hefur ekkert með pólítískar skoðanir að gera, enda hef ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn né neinn af sexflokkunum yfirleitt.

Að mínu áliti var afnám zetunnar atlaga að íslenzku ritmáli, það varð fátækara fyrir vikið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 10.7.2016 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband