Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Er til tjónlaus skemmd?

Í frétt um ölvunarasktur segir að bytturnar hafi hvorki ollið tjóni eða skemmdum. Er merkingarmunur á þessum tveimur orðum?
mbl.is Ágreiningur í gleðskap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er haldið í Þjóðkirkjuna?

Af og til sé ég fréttir um kirkjumál á Íslandi, venjulega slæmar fréttir. Þá kemur mér alltaf í hug spurningin hvers vegna er verið að halda í þennan uppdagaða draug? Ég tel ekki nokkurn vafa á því að upptaka kristni og afnám trúfrelsis á Íslandi árið 1000 sé mesta böl þjóðarinnar, verra en eldgos og plágur.Þjóðin var kúguð með lýgi um helvíti og himnaríki. Deyjandi fólk var blekkt til að gefa eigur sínar til kirkjunnar og skilja fjölskylduna eftir snauða.Mér finnst löngu kominn tími til að skera á öll tengls milli kirkju og ríkis og leyfa henni að sigla sinn sjó. Þeir, sem vilja fara í kirkju, geta þá borgað presti og haldið við húsakynnum.Safnaðarlíf myndi blómgast og allir yrðu ánægðir.


mbl.is Gera ekki athugasemdir við Þorláksbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er til annar Stokkhólmur?

Er það ekki hreinasti óþarfi að útskýra fyrir íslenzkum lesendum að Stokkhólmur sé höfuðborg Svíþjóðar?

Hef líka í netmogga að Osló sé höfuðborg Noregs. Kanske maður eigi eftir að lesa  að lögreglan í Reykjavík, höfuðborg Íslands, hafi gert hitt eða þetta.


mbl.is Handteknir fyrir vændi og mansal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldan hef ég séð verr ritaða frétt.

Ég marglas þessa frétt og held að ég hafi að lokum skilið hana en lifandis ósköp er þetta illa skrifað. Hvað merkir til dæmis "úr báðum áttum"? Voru bara tvær "áttir" í málinu? Ég veit að blaðamenn eru alltaf í kapphlaupi við klukkuna en svona ambögur eru ekki flýti að kenna.Einu sinni var skrítla um þekktan kaupsýlumann, sem skrifaði á umslag "Foxvoxbletti", Einhver benti honum  á  að það væri ekkert x í orðinu en hinn svaraði,:"Ég veit það en ég var að flýta mér".

 


mbl.is Drög fá blendin viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hinir álfar?

Í frétt um bát í togi segir einn maður er í áhöfn bátsins. Gefur það til kynna að hinir áhafnarmeðlimir séu ekki mennskir. Hvers vegna er ekki bara sagt einn maður er á bátnum?

Geir Magnusson


mbl.is Dreginn til Siglufjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki allir pólverjar farnir heim

Þegar ég las um skrif Bjarkar í erlent blað og sá að enska orðið income var þýtt sem innkoma í stað tekjur vissi ég að fréttin hafði ekki verið þýdd af íslendingi.

Ég hef ekkert á móti því að leyfa nýbúum að spreyta sig við blaðamennsku en væri ekki rétt að láta einhvern innfæddan lesa þetta yfir fyrir prentun?


mbl.is Gríðarleg viðbrögð við grein Bjarkar í The Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ, skelfing er farið illa með málið okkar

 Í frétt um hugsanlegan samruna banka er sagt að samruni sé "í pípunum". Hvað þýðir þetta? Hugsanlegur, líklegur eða hvað?

Seinna segir í fréttini að bankarnir þurfi "grænt ljós" einhverra aðila. Er þá átt við vilyrði eða merkir þetta leyfi?

Srundum finnst mér eins og einungis nýbúar fáist til að vinna við blaðið. 


mbl.is Sameining í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græna Hollywood

Loftslags og umhverfismengun af framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsþátta er algjört smáræði miðað við andlegu mengunina af megninu af framleiðsluvörunni.

Geir Magnusson 


mbl.is Græna Hollywood
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er lífseigur, danski greinirinn

Í fréttinni segir "hinni 10 ára gömlu". Þetta er léleg þýðing, laus greinir er ekki íslenzka.

Rétt hefði verið að segja að maðurinn hafi verið grunaður um að hafa rænt tíu ára gamalli telpu .


mbl.is Ný vitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru skírnarvottar?

Er ekki orðið guðfaðir bara Geirsbókarþýðing á orðinu skírnarvottur?

Hafi einhver skoðun á þessu, þætti mér vænt um að heyra hana.

geir magnusson,netfang coot1@verizon.net 

 


mbl.is Verður guðfaðir tvíbura Pitts og Jolie
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband