Leita í fréttum mbl.is

Ekki allir pólverjar farnir heim

Þegar ég las um skrif Bjarkar í erlent blað og sá að enska orðið income var þýtt sem innkoma í stað tekjur vissi ég að fréttin hafði ekki verið þýdd af íslendingi.

Ég hef ekkert á móti því að leyfa nýbúum að spreyta sig við blaðamennsku en væri ekki rétt að láta einhvern innfæddan lesa þetta yfir fyrir prentun?


mbl.is Gríðarleg viðbrögð við grein Bjarkar í The Times
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert ágætur !

steini (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:12

2 Smámynd: persóna

Svakalegt alveg, skammast mín fyrir mína stétt!

persóna, 30.10.2008 kl. 12:11

3 identicon

Þegar ég las færsluna þína vissi ég að hún var ekki skrifuð af Íslendingi, því Pólverjar og Íslendingar eru skrifaðir með litlum staf. Steinar úr glerhúsi?

Halldór (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 12:38

4 identicon

Ég veit nú ekki betur en að íslenskir blaðamenn og þýðendur séu að verða sífellt verri í íslenskunni. Maður rekur sig á íslensk orð eins og dálítið, núorðið skrifað dáldið eða dáltið (fyrir norðan). Fleiri slík dæmi er hægt að nefna. Íslendingar eru bara ekkert svo góðir í íslensku lengur... Þannig það eru miklar líkur á að þarna sé Íslendingur að þýða og hafi ákveðið að taka bara beina þýðingu á þetta án þess að lesa þetta í samhengi...

Ásrún (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:03

5 identicon

@Ásrún

Ég er klárlega enginn snillingur í sögu en var ekki töluð danska hér í gamla daga. Íslendingarnir voru þá ekki nógu góðir í dönsku svo tungumálið þróaðist í það sem við köllum íslensku í dag. Það sem ég á við er að það er ekkert óeðlilegt við að tungumál þróist þó mér þyki íslenska tungan ekki stefna í rétta átt. Mér þykir vandað málfar vera vanmetið satt að segja.

Annars finnst mér það engu skipta ef skilaboðin komast til skila.  En - mér þykir afar lélegt að það sé ekki hægt að þýða einfaldan texta úr einu tungumáli í annað án þess að taka orð úr samhengi.

röfli röfl...

Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband