Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2016

...var líkami í bátnum.

í frás0gn af rannsókn á maraþon sprengingunni í Boston í fyrra er haft eftir vitni

að "líkami" hafi verið í bát. Hér hefur fréttabarnið slegið upp í Geirsbók og séð að

"body" getur þýtt bæði lík og líkami. Auðvitað átti að þýða þetta sem "lík, þetta var dauður maður.

Að mínum dómi ætti aldrei að setja þýðingu úr erlendu máli í gæsalappir.

Gæsalappir tánka að hér sé haft orðrétt eftir mælanda en þýðing getur aldrei verið orðrétt.

Um daginn var jarðskjálfti í Ekvador.Mbl.is birti frétt um þetta. Var sagt frá aldraði konu

sem var bjargað úr rústum. Blessuð konan var svo þakklát að hún ávarpaði björgunarmennina á góðri íslenzku eða svo mátti halda. orð hennar voru á íslenzku og í gæsalöppum.

 


mbl.is „Það er líkami í bátnum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er nú enskan búin að taka völdinÞ

Á ensku segi maður "last night" þegar átt er við í nótt, eða í nott er leið. "Síðustu nótt" myndi ég nota um síðustu nótt í röð nátta.

Svo þetta með bílinn, hann var "tjónaður" Er þetta nýyrði? Þýðir þetta að valda tjóni?

 


mbl.is Skemmdur og fullur af þýfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Hola myndaðist í þaki"

Spurning er, kom gat á þakið? "Hole" í ensku þýðir gat en hola á íslenzku er dæld.

Má kannske búast við að talað verði um götótta vegi?


mbl.is Flugvél hrapaði á húsþak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nafnið á bílunum er rangstafað.

Þessi frétt er merkileg. Hún fjallar um heimsfræga tegund bíla en nafn bílanna er vitlaust skrifað. Tegundin heitir DeLoeran en ekki Delorean.

Bílarnir eru kallaðir "kaggar", sem ég hef alltaf haldið að væri bara notað um tröllslega trukka ætlaða til björgunarstarfa.

Svo má benda á að byggingin í myndinni heitir Alþingishús en ekki alþingishús.

Ég hnaut líka um "þaðan sem" í lok fréttarinnar. Er þetta orðalag rétt? Finnat að það ætti að vera "en þaðan verður..."

Nóg í bili.


mbl.is Aka um Ísland á Delorean-köggum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarlegt orðalag.

Það er undarlegt orðalag í þessarri frétt. "Öllu sjaldgæfara" merkir , að mínu mati, að fæðingar á fæðingardeild séu sjaldgæfar fyrst þetta er "öllu sjaldgæfara".

Seinna segir "þó voru foleldrarnir"  á leið á spítalann.

Þetta merkir að foreldrum sé bannað að fara þangað en þetta fólk hafi brotið það bann.

Ég segi bara "ja,hérna"


mbl.is Fékk fæðingaraðstoð úti á stétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heldur kauðaleg þýðing

Svona greinar á að stytta og endursegja en ekki að þýða orðrétt með hjálp orðabókar.

Nenni ekki að fara út í sparðatíning en hvað sagði maðurinn á ensku í greinarlokin, sem blaðamaður þýðir "bilun"?  Eins er með þá staðhæfingu að ekki hafi verið ráðist á Ísland í 70 ár. Er þá verið að tala um hernám Breta 1940? Það var ekki árás.


mbl.is Töldu að dagar þeirra væru taldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg frétt

Þetta er einkennileg frétt og sérstaklega illa þýdd.Orðaröð er röng. Hvað merkir orðið "áskoranir" hér? Þýðandinn virðist ekki vita að enska orðið "challenge" sem ég geri ráð fyrir að hafi verið í enska tekstanum getur líka þýtt vandamál, mótlæti og fleira. Svona nokkuð á ekki að birta í mbl.is.


mbl.is Ala dóttur sína upp í yfirgefnu húsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband