8.5.2016 | 11:31
Nafnið á bílunum er rangstafað.
Þessi frétt er merkileg. Hún fjallar um heimsfræga tegund bíla en nafn bílanna er vitlaust skrifað. Tegundin heitir DeLoeran en ekki Delorean.
Bílarnir eru kallaðir "kaggar", sem ég hef alltaf haldið að væri bara notað um tröllslega trukka ætlaða til björgunarstarfa.
Svo má benda á að byggingin í myndinni heitir Alþingishús en ekki alþingishús.
Ég hnaut líka um "þaðan sem" í lok fréttarinnar. Er þetta orðalag rétt? Finnat að það ætti að vera "en þaðan verður..."
Nóg í bili.
Aka um Ísland á Delorean-köggum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Mars 2015
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2009
- Október 2008
- September 2008
- Apríl 2008
Athugasemdir
DeLorean DMC-12
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2016 kl. 12:10
DeLorean heitir DeLorean en ekki DeLoeran.
Kaggar eru stórir fólksbílar, glæsikerrur. "samkvæmt Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982:60) ‘glæsileg bifreið’ og nefndar eru samsetningarnar kvartmílukaggi og kaggatöffari. Oftast voru kaggarnar stórir amerískir bílar sbr. dæmi úr Tímariti Máls og menningar (1987:107): ,,Ég er að gera upp amerískan kagga, maður.“" http://www.arnastofnun.is/page/ordpistlar_kaggi
Byggingin í myndinni heitir Alþingishúsið en ekki Alþingishús.
"..ljúka ferðalaginu á Seyðisfirði, þaðan sem ferðinni er heitið með Norrænu til Danmerkur." Er rétt, hefðbundið og almennt notað orðalag.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.5.2016 kl. 12:49
Annars er þetta augljósasta skýringin á fréttum dagsins af nýjasta frambjóðandanum til embættis forseta Íslands.
DeLorean bílarnir hljóta að hafa lent í umferðarslysi og orsakað rof milli skynjunar og veruleika með þeim afleiðingum að íslenskt samfélag eins og það leggur sig hafi ferðast aftur í tíma til 1. apríl.
Samkvæmt því hlýtur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að mæta til vinnu stundvíslega í fyrramálið, í forsætisráðuneytið.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.5.2016 kl. 13:04
Þegar gagnrýni er sett fram er gott að athuga hvort maður sjálfur búi í glerhúsi. Nafn bílategundarinnar er rétt stafað en það hefur láðst að hafa hástaf á tveimur stöðum í nafni bílsins. Þar af leiðandi stingur þetta mikið í augun og getur verið ruglandi. Sjónmengun orðsins hefur líklega ruglað Geir eins og raunar mig líka við fyrsta lestur fréttarinnar.
Svo vil ég benda Geir á það að ég eins og hann, hef hæns-ni mér til skemmtunar.
Gunnar Magnússon, 11.5.2016 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.