Færsluflokkur: Bloggar
23.2.2016 | 10:02
Hvernig á að nota tilvísunarfornafnið "sem"?
Þegar ég var í barnaskóla var okkur kennd málfræði, til dæmis hvernig nota bæri tilvísunarfornafnið "sem".í dag virðist, sem þessi kennsla hafi verið lögð niður,eins og sjá má í þessarri frétt.
Blaðamaðurinn ætlaði að segja að fyrsti metanólbíllinn hafi verið fluttur til Evrópu en ekki að fyrsti bíllinn hafi verið fluttur til Evrópu og að hann gangi fyrir metnóli. Þetta minnir mig á þegar við bekkjarsystkynin vorum að grínast með þetta og bjuggum til auglýsingar, svo sem "borðstofuborð til sölu hjá konunni á Grettisbötu 14, sem er með sverar,útskornar lappir."
Fyrsti metanólbíllinn í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2016 | 09:12
"Lýðheilsa almennings" og "jarðlestir"
Þessi frétt er illa þýdd. Það verður að kenna fréttaþýðendum að endursegja efnið en ekki að þýða orð fyrir orð.
Orðið "jarðlest" er nýyrði, þessar lestir hafa alltaf verið kallaðar "neðanjarðarlestir" en ofanjarðarlestir kallaðar sporvagnar, séu þær á götum.
"lýðheilsa almennings" er "tátólógía" sem kallað er, tvítekning.
Gömlum bílum úthýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.2.2016 | 08:40
Röng fyrirsögn
þessi fyrirsögn er röng. Konan ól telpuna upp SEM sitt barn,það er, lét eins og hún væri
raunveruleg móðir hennar. Hin fyrirsögnin merkir að hún gerði eins vel við telpuna eins og hún væri hennar eigið barn.
Ól stúlkuna upp eins og sína eigin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2016 | 10:04
Fyrir skömmu?
Mér finnst það villandi að segja að lögreglan hafi handtekið mannninn "fyrir skömmu". Mér finnst það orðalag merkja það sama og "nýlega" en í fréttinni kemur fram að maðurinn var handtelinn eftir morðin. Betra hefði verið að segja "þegar handtekið". Hvað finnst ykkur hinum?
Myrti sex af handahófi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2015 | 00:08
Danskur greinir enn einu sinni.
Skelfing er sjá svona Geirsbókarþýðingu Hinn fjögurra ára og svo framvegis. Orðið hinn þýðir einfaldlega ´ekki þessi´. Þetta afleysingafólk verður endilega að fá einhverja tilsögn áður en því er sleppt lausu á síður mbl.is
Allt að helmingur með ofnæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2015 | 09:55
Kaupa strætó er vitlaus fyrirsögn
Fréttin fjallar um fyrirhuguð kaup á STRÆTISVÖGNUM. Orðið strætó þýðir bæði strætisvagn í eintölu og strætisvagnafélagið.Dæmi Ég er að bíða eftir sstrætó (einum vagni) eða rekstur
bæjarins á Strætó hefur gengið vel.(Strætisvagnafélagið í heild).
Geir Magnusson
Kaupa strætó fyrir 200 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.10.2015 | 08:00
Barnaskólaþýðing
"Bezta sagan"? Fyrr má nú vera. Hér hefði átt að vera "Beztu tíðindin" eða "Beztu fréttirnar".
Þessar Geirsbókarþýðingar ættu ekki að sjást í svona virtu blaði.
Besta sagan í heiminum í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2015 | 08:40
En hvar?
EÞetta er furðulegt. Erlend frétt um spillingu, með nöfnum manna og hvar í flokki þeir standa en ekki minnst einu orði á hvar þetta átti sér stað.
Fimmtán ár fyrir spillingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2015 | 07:54
það verður að finna betra starfsheiti.
Ég er algjörlega á móti því að kalla þessa konu "maddömu" Það orð hefur alltaf verið notað um eiginkonur vígðra manna, presta og biskupa.
Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð yfir þessa atvinnugrein. Hórmangari var notað um karlmenn í þessari starfsgrein og mætti vel nota það. Það er að vísu karlkyns en það ætti ekki
að skipta máli. Við notum karlkynsorð yfir ýmsar starfsgreinar án tillits til kyns, eins og til dæmis flugstjóri, læknir og leiðbeinandi.
Minnisbók Hollywood-maddömunnar á uppboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2015 | 00:24
Hvað merkir "hinn ungi" ? Er einhver annar með sama nafni, sem kallast þá "hinn gamli"?
Þarna er Uni Danski enn að verki.
Rut og Sigvaldi í toppbaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Mars 2015
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Nóvember 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2009
- Október 2008
- September 2008
- Apríl 2008
Af mbl.is
Íþróttir
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
- Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
- Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
- Valsmenn sigldu fram úr í lokin
- HK fór illa með Eyjamenn