Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Skelfing er að sjá svona fyrirsögn

Enska orðið "cherrypicking" hefur ekkert með kirsuber að gera. Orðið þýðir "sérval staðreynda", að velja sér eingöngu þær staðreyndir, sem styðja þinn málstað.

Þessi misþýðing minnir   mig á blaðamannafund Vigdísar í Köben hér um árið.Einhver "blaðamaður" þýddi danka orðið

Krydsild sem merkir,að ég held, að vera skotmark blaðamanna, sem kryddsíld.

Voru íslenzkir lesendur hissa á að heyra að þeirra ástkæri forseti væri að krydda síld fyrir Baunann.

 

 

 

 

 

Enska orðið


mbl.is Kuldinn við Ísland „kirsuberjatínsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geirsbókin er lífsseig

Þessa frétt og annað léttmeti á að endursegja en eki þýða orðrétt. Orðið "some" er þýtt sem "nokkur" en hefði átt að vera "einhver".

Verzlun, sem hættir starfsemi, er lokað.

"Lokað sínum dyrum" er Geirsbókarþýðing.


mbl.is Handtekinn fyrir að skila ekki spólu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Messi þýðing fær verðlaun Una Danska

Er ekki nokkur leið að kenna fréttaþýðendum mbl.is að í íslenzku er ákveðinn greinir ætíð viðfestur. 

Ég er að hugsa um að stofna Verðlaunasjóð Una Danska og láta senda kleinu til þessarra vina danskrar tungu,sem sífellt tönnlast á "hinn" eða "hin". 


mbl.is 1 árs stúlka hvarf úr rúmi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkennileg frétt

Þetta er einkennileg frétt. Taskan er sögð í ´" hans eigu" í stað þessa að segja "taska hans"

Svo enda þessi ósköp á tilkynningu á ensku um að lögreglan á Suðurlandi hafi samið þetta bull.

 


mbl.is Taskan datt úr strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kýr er nefnifall kú er þolfall og þágufall.

Þessi frétt er unnin af hroðvirkni og sýnir hversu nauðsynlegt það eer að lesa ritað mál upphátt. Hefði það verið gert hefði auka "áður" verið tekið út.


mbl.is Um skýlaust brot bóndans að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa þýdd langloka

Þessi langloka er illa þýdd. Orðið "stýra" er gamalt og gott orð í íslenzku, samanber bústýra, skólastýra og hótelstýra.Rétt hefði verið að segja "flugstýra".

Að segja að einhver hafi lært að fljúga í desember 2013 er eins heimskulegt og hægt er að ímynda sér.Það tekur mörg ár að verða flugstjóri.

"Bannað að keyra" mun þýða bannað að aka bifreið. Að keyra getur þýtt að reka með svipu, að keyra asna.

Þetta hefði betur verið óbirt.


mbl.is Söguleg ferð til Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband