Leita í fréttum mbl.is

Danskur greinir

Eru sumarleyfin byrjuð hjá blaðinu? "Hinn brezki" í stað "Bretinn" bendir til þess að krakkarnir séu komnir til að leika sér í tölvunni. Þetta verður langt og erfitt sumar fyrir okkur gamla fólkið, sem ennþá talar íslenzku.


mbl.is Tókst þú ranga lest árið 1972?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undarlegir þeir sem agnúast út í lausa greininn sem víkingar og landnámsmenn notuðu en kjósa að nota setuna sem okkur var gefin öldum seinna af Dönskum embættismönnum og hefur verið aflögð úr Íslensku.

Davið12 (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 18:13

2 identicon

Davið12, geturðu sýnt fram á að danskir embættismenn "gáfu" Íslendingum zetuna? Ég held að það sé rugl í þér, því að danskir embættismenn vildu helzt afleggja íslenzkuna með öllu, eða í öllu falli afnema séríslenzka bókstafi.

Zetan var innleidd af því að það var mikill vafi fram eftir öldum hvernig ætti að stafsetja orð þar sem ds, ðs og ts voru borin fram með s-hljóði og varð þar af leiðandi mjög þarfur bókstafur, sem sýndi uppruna orðanna líkt og y og ý.

Svo þegar lítt menntaðir höfundar réttritunarbóka fyrir grunnskóla, svo sem grunnskólakennarar halda því fram að zetan hafi bara verið notuð í stuttan tíma, þá er það þvættingur. Zetan var notuð löngu áður en aðrar breytingar urðu, t.d. þær breytingar að je varð stafsett með skrípinu é, einfaldur samhljóði varð tvöfaldur þar sem það átti við, pt varð ft og öfugt, o.s.frv. 

Afnám zetunnar, sem sýnir uppruna orðanna var að undirlagi heimskra ráðherra og duglausra alþingismanna, sem kunnu ekki sjálfir að stafsetja rétt og gerðu þess vegna atlögu að ritmálinu, sem varð fátækara fyrir vikið. En sem betur fer eru hundruð manna af minni kynslóð sem skrifa með zetu þar sem á að vera zeta, meðan aðrir, þ.á.m. þú, Davið12 gera sífellt zetuvillur með því að skrifa s þar sem ætti að vera z. Ef ég fengi að ráða, yrði zetan tekin inn í ritmálið aftur.

Annars er þetta rétt hjá Geir, "hinn brezki" er dönskusletta. Í þessu sambandi, það er að segja.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 08:51

3 identicon

Annars skil ég vel hvernig David Bassett líður, eitthvað svipað hefur komið fyrir mig þegar ég var strákur. Fyrir 53 árum var í Bankastræti kona á ferð, sem var ekki með úr á sér. Hún spurði mig hvað klukkan væri og ég sagði henni rangan tíma (ég sagði 10 mín. yfir 12 í staðinn fyrir 10 mín. í 12). Ég hef haft samvizkubit yfir því síðan.

En hún þurfti ekkert að spyrja mig svo sem, hún hefði getað séð tímann á stóru Útvegsbankaklukkunni.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 09:04

4 identicon

Í fornritum okkar er lausi greinirinn mikið notaður en enga setu er þar að finna. Setan er síðari tíma viðbót og ekki okkar uppfinning. Hún kom ekki úr lausu lofti. Hún kom með þeim sem þekktu hana og notuðu. Og þetta var fyrir daga túrisma og icelandair. Hingað komu fáir aðrir en embættismenn herraþjóðarinnar til að sjá svo um að við greiddum konungi skatta og færum að hans lögum.

Davíð12 (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 10:40

5 identicon

Ég veit að í fornmáli var lausi greinirinn notaður, en minna í nútíma-íslenzku. Og í umræddri setningu er óþarfi að nota lausa greininn. Það væri öðru máli að gegna ef setningin innihéldi samanburð, t.d. "Danski maðurinn fór, en hinn brezki varð eftir" og samt væri orðalagið klaufalegt, og réttara væri að segja "Danski maðurinn fór, en brezki varð eftir".

Annars er þetta líka spurning um hversu hátíðlegt orðalag eigi að vera í svona daglegum fréttum. Að nota lausan greini á aðallega rétt á sér í ræðum eða kvæðum frekar en fréttum. En sitt sýnist hverjum.

Zetan var mjög þörf, þótt hún hafi komið seint inn í málið, og ég sé eftir henni, en mun sjálfur og fjölmargir aðrir nota nata fram í rauðan dauðann. Einnig hafa grunnskólar brotið lög við að banna nemendum að skrifa með zetu, það átti að vera valfrjálst.

Ég er enn ekki sannfærður um að danskir embættismenn hafi komið með zetuna frekar en íslenzkir málhreinsunarmenn sem vildu samræma ritmálið sem hafði verið stafsett á ýmsa vegu langt fram á 19. öld. Aftur á móti voru danskir embættismenn illræmdir fyrir að vilja afnema þ og ð, sem ekki heppnaðist til allrar hamingju. Einnig er það þakkarvert að það hafi tekizt að varðveita í íslenzkunni forn-norsku málfræðina sem danskan, sænskan og enskan töpuðu.

Varðandi fornritin, þá er notuð zeta í algengustu útgáfunni af Íslendingasögunum (minnir að það séu bindin frá Helgafelli, en er ekki viss), þótt ekki sé zeta í handritunum. Hins vegar er bæði q og c í handritunum. Þannig að orð eins og hanzki voru skrifuð handski í gömlu ritunum frá fyrri öldum og þess vegna hefði mér fundizt að þegar zetan var afnumin (en ekki y sem betur fer) þá hefði átt að hverfa aftur til fyrra horfs, þ.e. að skrifa handski, heldst, betst, hittst, o.s.frv. í staðinn fyrir orðskrípin hanski, helst, best, hist (sic!). Eða bara að halda zetunni og hlusta ekki á ruglið í zetubönunum.

Og aftur vil ég staðhæfa að zetan var afnumin á kolröngum forsendum, tóm rökvilla og ég get sýnt fram á hversu vitlaust þetta var, hversu léleg rökin voru.

Og í einu bloggi frá 2004 var einhver svo mikill bjáni að agnúast út í það að zetan yrði á sínum stað á lyklaborðinu. Og hér er íslenzka stafrófið eins og ég lærði það á sínum tíma og kenndi mínum börnum:

a,á,b,c,d,ð,e,é,f,g,h,i,í,j,k,l,m,n,o,ó,p,q,r,s,t,ú,v,w,x,y,ý,z,þ,æ,ö.

Góðar stundir.

Pétur D. (IP-tala skráð) 12.6.2017 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband