Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

óþarfa villur

Hér enn ein frétt með danskan greini. Er ekki nokkur leið að kenna fréttariturum að skrifa á  íslenzku? Íslenzk tunga er alveg sérstæð að því leyti að hún notar viðfestan greini, sem tekur kyni, tölu og föllum. Svo einfalt er það. Þetta endalaus bull með hin og hinn er þreytandi.

Þó danska og enska hafi lausa greina má ekki hlaupa í orðabók og þýða þá hráa.

Svo er það ofnotkunin á samanburðartengingunni EN sem er ofnotuð í mbl.is. Í þessarri frétt er hín notuð tvisvar og í bæði skiptin ranglega notuð.

Þetta er kannske ekki stórmál en þetta er eins og steinvala í skó.


mbl.is Fagnaði 105 ára afmælinu með föngulegum slökkviliðsmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum kemur þetta við?

Hvernig eru fréttir valdar? Hérna er nauðaómerkileg frétt um mann,sem enginn þekkir og sem kemur islenzkum lesendum ekkert við. Ekki er nóg með það, heldur er fyrirsögnin Geirsbókarþýðing. Að stíga til hliðar er ekki íslenzka nema að því leyti að orðin eru íslenzk. Maðurinn er að hætta, hann hefur verið rekinn, hann hefur sagt af sér.

Ég hef bent á þetta áður og á eflaust eftir að gera það aftur. Ritstjóri mbl.is ætti að lesa ábendingar lesenda um málfar og benda þeim, sem reit villu, á hana.

Þetta virðist ekki vera gert og vitleysur eins og ´áð stíga til hliðar´´leyfast enn.


mbl.is Forstjóri Viacom stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Geir Magnússon
Geir Magnússon
Höfundur er fyrrum fisksali í Ameríku. \%a Býr í Pennsylvaniu og hefur hæns sér til skemmtunar.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband